Hæg norðvestanátt
Á Garðskagavita voru V 4 og 8 stiga hiti klukkan 8 í morgun.
Klukkan 6 voru norðvestan 8-13 m/s við austurströndina, annars hægari norðlæg eða breytileg átt. Léttskýjað um mest allt land og hiti var 1 til 12 stig, svalast á Möðruvöllum í Hörgárdal.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðvestan og vestan 3-8 m/s og léttskýjað, en skýjað með köflum síðdegis. Líkur á þoku í nótt. Hiti 11 til 16 stig.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Hæg vestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum vestanlands, annars léttskýjað að mestu. Hætt við þoku vestantil á landinu í nótt. Hiti 10 til 19 stig að deginum, en víða 2 til 7 stig í nótt.