Hæg norðlæg átt og dálítil rigning
Hæg breytileg átt verður á landinu í dag en búast má við úrkomu sunnan og vestanlands og bjartviðri á NA- og A- landi. Hiti verður á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast norðaustantil. Búast má við aukinni úrkomu vestantil í kvöld.
Samkvæmt veðurkortunum fer að rigana norðanlands á morgun, skúrir hér á suðvestuhorninu en léttskýjað á SA-landi. Hiti verður á bilinu 8 til 20 stig en allt að 20 stig SA-lands.
Við Faxaflóa verður hæg norðlæg átt og dálítil rigning með köflum. Vestan 8-13 í nótt, en hægari og skúrir síðdegis á morgun. Hiti 10 til 15 stig.
Samkvæmt langtímaspánni má búast við vætutíð hér á suðvesturhorninu alveg fram á miðvikudag.
Mynd: Það viðrar ágætlega fyrir göngufólk hér sunnanlands, en líklega er öruggura að taka með sér regnfatnað.
Ljósm: Ellert Grétarsson,