Hæg norðanátt
Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn gerir ráð fyrir norðan 3-8 m/s og dálítilli snjókomu í fyrstu, en síðan éljum. Hvessir í nótt. Norðan 8-13 á morgun og þurrt að kalla, en hægari um hádegi. Hiti um frostmark.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og dálítil snjókoma eða él. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost norðvestanlands.
Á mánudag og þriðjudag:
Norðlæg átt, yfirleitt 3-8 m/s og él, en 8-13 og snjókoma á Vestfjörðum. Hiti kringum frostmark, en vægt frost norðanlands.
Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Norðanátt og snjókoma eða él, en bjart sunnanlands. Hiti 0 til 5 stig syðst, en annars vægt frost.