Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hæg breytilegt átt í dag
Föstudagur 9. mars 2007 kl. 09:19

Hæg breytilegt átt í dag

Á Garðskagavita voru ANA 6 og 3.7 stiga hiti kl. 9
Klukkan 6 var norðaustlæg átt, 8-15 m/s og slydda eða snjókoma á norðanverðu landinu, en hæg suðlæg átt og stöku skúrir eða slydduél sunnan til. Svalast var eins stigs frost inn til landsins, en hlýjast 6 stiga hiti á Austfjörðum.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Breytileg átt, 3-8 m/s og skúrir eða slydduél, en suðvestan 10-15 sunnan til seinni partinn. Suðaustan 8-13 fer að rigna seint á morgun. Hiti 0 til 5 stig.


Veðurhorfur á landinu ásamt viðvörun !
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Viðvörun: Búist er við stormi á Suðausturlandi síðdegis. Spá: Norðaustlæg átt, 10-15 m/s og slydda eða snjókoma á norðanverðu landinu, en hæg sunnanátt og slydduél eða skúrir sunnanlands. Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða él í dag, en 18-23 á Suðausturlandi. Norðvestlægari og él norðan til í kvöld. Lægir víða og léttir til í fyrramálið, en suðaustan 8-13 og fer að rigna sunnanlands seinni partinn. Hiti 0 til 7 stig, svalast í innsveitum.


Við Fitjar. VF-mynd:elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024