Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hæg breytileg eða norðlæg átt í dag
Miðvikudagur 27. október 2004 kl. 09:29

Hæg breytileg eða norðlæg átt í dag

Klukkan 06:00 í morgun voru norðan 8-12 m/s á annesjum austan- og vestantil, en annars víða 3-8. Skýjað með köflum um norðanvert landið og stöku él við ströndina, en yfirleitt bjartviðri sunnantil. Kaldast var 9 stiga frost á Haugi í Miðfirði, en mildast 4 stiga hiti á Vatnsskarðshólum í Mýrdal.

Suður af Hvarfi er 1025 mb hæð og hæðarhryggur frá henni liggur til norðausturs yfir Ísland. Við strönd Grænlands, vestur af Íslandi er vaxandi lægðardrag.
 
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Hæg breytileg eða norðlæg átt í dag og stöku él norðaustantil í fyrstu, en annars léttskýjað. Hægt vaxandi suðvestanátt og þykknar upp norðvestanlands seinni partinn, 5-10 m/s og slydda eða rigning á Vestfjörðum seint í kvöld. Suðvestan 8-13 og súld eða rigning vestanlands á morgun, en annars hægari vindur og bjartviðri. Hiti 1 til 6 stig við ströndina að deginum, en annars vægt frost.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024