Hæg breytileg eða norðlæg átt í dag
Klukkan 06:00 í morgun voru norðan 8-12 m/s á annesjum austan- og vestantil, en annars víða 3-8. Skýjað með köflum um norðanvert landið og stöku él við ströndina, en yfirleitt bjartviðri sunnantil. Kaldast var 9 stiga frost á Haugi í Miðfirði, en mildast 4 stiga hiti á Vatnsskarðshólum í Mýrdal.
Suður af Hvarfi er 1025 mb hæð og hæðarhryggur frá henni liggur til norðausturs yfir Ísland. Við strönd Grænlands, vestur af Íslandi er vaxandi lægðardrag.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Hæg breytileg eða norðlæg átt í dag og stöku él norðaustantil í fyrstu, en annars léttskýjað. Hægt vaxandi suðvestanátt og þykknar upp norðvestanlands seinni partinn, 5-10 m/s og slydda eða rigning á Vestfjörðum seint í kvöld. Suðvestan 8-13 og súld eða rigning vestanlands á morgun, en annars hægari vindur og bjartviðri. Hiti 1 til 6 stig við ströndina að deginum, en annars vægt frost.
Suður af Hvarfi er 1025 mb hæð og hæðarhryggur frá henni liggur til norðausturs yfir Ísland. Við strönd Grænlands, vestur af Íslandi er vaxandi lægðardrag.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Hæg breytileg eða norðlæg átt í dag og stöku él norðaustantil í fyrstu, en annars léttskýjað. Hægt vaxandi suðvestanátt og þykknar upp norðvestanlands seinni partinn, 5-10 m/s og slydda eða rigning á Vestfjörðum seint í kvöld. Suðvestan 8-13 og súld eða rigning vestanlands á morgun, en annars hægari vindur og bjartviðri. Hiti 1 til 6 stig við ströndina að deginum, en annars vægt frost.