Hæg breytileg átt og bjart í dag
Klukkan 06:00 í morgun var hæg breytileg átt um mest allt land. Skýjað á Norðaustur- og Austurlandi, en víða léttskýjað vestantil á landinu. Kaldast var 2ja stiga frost á Kálfhóli á Skeiðum og á Húsfelli, en hlýjast 8 stiga hiti í Vestmannaeyjum.
Yfir Bretlandseyjum og Norðursjó er víðáttumikið 994 mb lægðasvæði, en yfir landinu er 1025 mb hæðarhryggur. Vaxandi lægðardrag er norður af Skoresbysundi sem hreyfist lítið.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Hæg breytileg eða vestlæg átt og yfirleitt bjartviðri í dag, en suðvestan 8-10 m/s á Vestfjörðum þegar líður á daginn og þykknar upp norðvestanlands síðdegis. Vaxandi norðlæg átt allra vestast seint í nótt. Norðan 8-15 m/s og él á morgun, en skýjað með köflum sunnan- og vestanlands. Hiti 5 til 12 stig í dag, hlýjast suðaustanlands, en víða vægt frost í nótt og á morgun.
Yfir Bretlandseyjum og Norðursjó er víðáttumikið 994 mb lægðasvæði, en yfir landinu er 1025 mb hæðarhryggur. Vaxandi lægðardrag er norður af Skoresbysundi sem hreyfist lítið.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Hæg breytileg eða vestlæg átt og yfirleitt bjartviðri í dag, en suðvestan 8-10 m/s á Vestfjörðum þegar líður á daginn og þykknar upp norðvestanlands síðdegis. Vaxandi norðlæg átt allra vestast seint í nótt. Norðan 8-15 m/s og él á morgun, en skýjað með köflum sunnan- og vestanlands. Hiti 5 til 12 stig í dag, hlýjast suðaustanlands, en víða vægt frost í nótt og á morgun.