Hæg breytileg átt í dag
Faxaflói
Hæg breytileg átt eða hafgola. Skýjað að mestu og skúrir á stöku stað, einkum til fjalla síðdegis. Austlægari á morgun og rofar heldur til. Hiti 12 til 18 stig, hlýjast í uppsveitum.
Spá gerð: 23.07.2007 06:36. Gildir til: 24.07.2007 18:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Hæg austlæg eða breytileg átt og skýjað að mestu, en líkur á síðdegisskúrum, einkum vestanlands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast vestan til. Á fimmtudag og föstudag: Norðanátt og rigning eða súld um norðanvert landið, en skúrir syðra. Heldur kólnandi veður. Á laugardag og sunnudag: Norðvestlæg átt og dálítil væta fyrir norðan, en léttir til syðra. Fremur svalt veður. Á mánudag: Gengur líklega í suðaustanátt með rigningu og hlýnadi veðri.
Spá gerð: 23.07.2007 08:28. Gildir til: 30.07.2007 12:00.