Hæg breytileg átt
Það verður hæg norðvestlæg eða breytileg átt við Faxaflóann í dag. Skýjað og þurrt að kalla og hiti á bilinu 8 til 15 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Norðvestan 3-5 m/s. Skýjað og þurrt að kalla. Hiti 8 til 13 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag og föstudag:
Norðlæg átt, 3-8 m/s. Skýjað að mestu og dálítil rigning af og til, en þurrt að kalla SV- og V-lands. Hiti 8 til 15 stig, en 3 til 9 stig norðan- og austanlands.
Á laugardag og sunnudag:
Hæg A-læg eða breytileg átt, skýjað með köflum og smáskúrir. Áfram svalt norðaustantil, en hlýrra suðvestanlands.
Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir vaxandi N-átt með vætu, en þurrviðri S-lands. Kólnar heldur, einkum N-til.