Hæg breytileg átt
Það verður fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt og yfirleitt bjartviðri við Faxaflóasvæðið í dag. Gengur í suðaustan 13-20 m/s með rigningu í nótt. Snýst í sunnan 8-10 í fyrramálið og úrkomuminna. Hiti 5 til 12 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Hægviðri eða hafgola og léttskýjað, en líkur á stöku skúrum síðdegis. SA 10-15 m/s og rigning seinnipart nætur, en S 5-10 og úrkomuminna á morgun. Hiti 5 til 11 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Suðlæg átt, yfirleitt 8-15 m/s og vætusamt, en hægari, skýjað með köflum og úrkomulítið um landið norðaustanvert. úrkomulítið og víða bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á laugardag:
Fremur hæg suðvestlæg átt og rigning af og til sunnan- og vestantil, en víða bjart N- og A-lands. Heldur kólnandi í bili.
Á sunnudag:
Fremur hæg austlæg átt og víða rigning af og til, einkum um landið sunnanvert. Milt veður.
Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir suðlæga átt með dálítilli vætu um landið sunnanvert, en annars bjart með köflum og úrkomulítið. Áfram milt í veðri.