Hæg breytileg átt

Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag og sunnudag:
Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og él við sjóinn í flestum landshlutum, en skýjað með köflum til landsins. Frost 2 til 10 stig, kaldast í innsveitum.
Á mánudag:
Hæg austlæg eða breytileg átt, úrkomulítið og áfram kalt til landsins austantil, en þykknar upp með vaxandi suðaustanátt vestanlands og hlýnandi veðri.
Á þriðjudag:
Suðlæg átt, allhvöss um tíma með slyddu eða snjókomu, en síðan skúrum eða éljum. Hiti víða í kringum frostmark.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir suðlæga vindátt og úrkomusamt veður.