Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hæg breytileg átt
Fimmtudagur 6. desember 2007 kl. 09:11

Hæg breytileg átt

Spáð er vestanátt eða breytilegri átt við Faxaflóann í dag , 3-8 m/s og stöku él. Hiti kringum frostmark.


Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á laugardag og sunnudag:


Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og él við sjóinn í flestum landshlutum, en skýjað með köflum til landsins. Frost 2 til 10 stig, kaldast í innsveitum.

Á mánudag:
Hæg austlæg eða breytileg átt, úrkomulítið og áfram kalt til landsins austantil, en þykknar upp með vaxandi suðaustanátt vestanlands og hlýnandi veðri.

Á þriðjudag:
Suðlæg átt, allhvöss um tíma með slyddu eða snjókomu, en síðan skúrum eða éljum. Hiti víða í kringum frostmark.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir suðlæga vindátt og úrkomusamt veður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024