Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

Hæg austlæg átt á morgun
Mánudagur 12. nóvember 2007 kl. 09:15

Hæg austlæg átt á morgun

Suðvestan og vestan 5-10 m/s og skúrir, en léttir til í nótt. Hiti 1 til 7 stig. Hæg austlæg átt á morgun og slydda um tíma. Hiti nálægt frostmarki.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:
Hæg suðlæg átt og lítilsháttar rigning um landið vestanvert, annars bjartviðri. Vægt frost norðaustanlands, en annars 0 til 7 stiga hiti, hlýjast við suðvesturströndina.

Á fimmtudag:
Sunnan og suðvestan 8-13 m/s og rigning, en hægari og þurrt austantil á landinu. Hiti 1 til 8 stig.

Á föstudag:
Vestlæg átt og skúrir eða él sunnan- og vestanlands, annars úrkomulítið. Kólnandi veður.

Á laugardag:
Norðvestan og norðanátt og él norðan- og austanlands, annars úrkomulítið. Frost 0 til 7 stig, kaldast norðaustanlands.

Á sunnudag:
Vestlæg átt og dálítil snjókoma eða slydda, en þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil á landinu. Hiti kringum frostmark, en 2 til 8 stiga frost norðaustantil.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25