Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hæg austanátt og áfram hlýtt
Þriðjudagur 12. janúar 2010 kl. 08:22

Hæg austanátt og áfram hlýtt


Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Austan 5-10 m/s, skýjað með köflum og þurrt, en 8-13 og dálítil væta sunnantil á morgun. Hiti 1 til 6 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Austan 5-10 m/s, skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hvessir heldur og rigning af og til á morgun. Hiti 2 til 5 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:
Suðaustan 10-18 m/s, hvassast við suðvesturströndina og rigning með köflum, einkum á SA-landi, en hægari, skýjað að mestu og þurrt að kalla á norðanverðu landinu. Hiti 1 til 7 stig, en frost 0 til 6 stig á N-landi.

Á fimmtudag:

Suðaustan 5-13 m/s, hvassast við austurströndina. Rigning S- og SA-lands, stöku skúrir NV-lands, en annars skýjað með köflum. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:

Suðaustan 5-10 m/s og rigning, en lengst af þurrt á N- og A-landi. Frost 0 til 6 stig N-lands, en annars 0 til 5 stiga hiti. Bætir í vind og úrkomu um kvöldið, einkum SA-lands. Hiti svipaður.

Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Suðlægar áttir og urkomusamt, en þurrt að mestu á NA-landi. Svalt í veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024