Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hæfilegur agi í grunnskólum Reykjanesbæjar
Mánudagur 5. maí 2014 kl. 09:48

Hæfilegur agi í grunnskólum Reykjanesbæjar

Foreldrar í Reykjanesbæ eru ánægðir með hvernig staðið er að agamálum í grunnskôlum bæjarins. þessar upplýsingar koma fram í Skólavoginni, mælitæki sem notað er til að bera saman grunnskóla á ýmsum mælikvörðum.

Þar kemur fram að hærra hlutfall foreldra í Reykjanesbæ telur aga í skólum bæjarins hæfilegan en í öðrum sveitarfélögum af sambærilegri stærð.

Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri segir þessar niðurstöður ánægjulegar og þakkar þær góðri samvinnu allra í skólasamfélaginu, samvinnu sem stýrt sé af kennurum. Það þarf þorp til að ala upp barn og það er okkur að takast, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024