Hádegisfyrirlestur í Eldey á þriðjudag
– Fjárfesting í sprotafyrirtækjum
Guðmundur Páll Líndal framkvæmdastjóri Brun Funding ehf. fjárfestingarþjónustu mun kynna Brum Funding ehf. í hádegisfyrirlestri í Eldey á Ásbrú þriðjudaginn 2. desembner kl. 12.
Brun Funding ehf er vettvangur á netinu þar sem fjárfestar geta fjárfest í sprotafyrirtækjum og sprotafyrirtæki fengið það fjármagns sem þau þurfa til þess að vaxa.
Kynntir verða valmöguleikar almennings til fjárfestingar í litlum og meðalstjórum fyrirtækjum.
Brum starfar eftir þekktu viðskiptalíkani sem hefur fest sig í sessi bæði á öðrum Norðurlöndum og í Evrópu.