Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hádegisfyrirlestur á Kaffi Duus í dag
Þriðjudagur 4. mars 2014 kl. 10:13

Hádegisfyrirlestur á Kaffi Duus í dag

– Að byggja á styrkleikum svæða - Opin hádegi

Steingerður Hreinsdóttir rekstrarstjóri Kötlu jarðvangs mun fara yfir áhrif jarðvangsins á samfélag og atvinnulíf á starfssvæði hans í hádegisfyrirlestri á Kaffi Duus í dag, þriðjudaginn 4. mars. Fyrirlesturinn hefst kl. 12 og er öllum opinn.

Katla jarðvangur var fyrsti íslenski jarðvangurinn og nær yfir sveitarfélögin Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. Jarðvangurinn hefur lagt áherslu á að snúa við neikvæðri byggðaþróun og haft mikil áhrif á uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu.

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestrarröð Heklunnar, Kadeco, Keilis, Reykjanes jarðvangs og Markaðsstofu Reykjaness.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024