Hádegisfundur um almannavarnir og flugöryggi
Flugakademía Keilis stendur fyrir hádegisfundi um almannavarnir og flugöryggi þriðjudaginn 14. maí kl. 12:00 í aðalbyggingu Keilis (stofa B2).
Gestir fundarins verða þau Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun ræða um almannavarnir á Suðurnesjum. Helgi Haraldsson, Flugverndarstjóri Keflavíkurflugvallar, mun ræða um flugvernd á svæðinu og Halldór Vilhjálmsson, eftirlitsmaður öryggismála hjá flugvallarsviði ISAVIA á Keflavíkurflugvelli, mun ræða um flugöryggi.
Fundurinn er öllum opinn og er fólki velkomið að taka hádegisverðinn með sér.