Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Gylfi Guðmundsson hættir sem skólastjóri 1. september
Sunnudagur 1. febrúar 2004 kl. 12:12

Gylfi Guðmundsson hættir sem skólastjóri 1. september

Gylfi Guðmundsson skólastjóri Njarðvíkurskóla lætur af starfi skólastjóra þann 1. september nk., en Gylfi tilkynnti starfslok sín á starfsmannafundi í Njarðvíkurskóla sl. fimmtudag.

Gylfi Guðmundsson á langan og farsælan feril sem skólastjórnandi í Keflavík og Njarðvík. Árið 1963, er hann var í guðfræðinámi við háskólann, var hann beðinn um að koma sem kennari að Gagnfræðaskólanum í Keflavík.  Hann ákvað að ráða sig til eins árs en árin urðu fleiri, því hann hefur aldrei síðan flutt til baka eins og til stóð.
Hann var kennari við Gagnfræðaskólann fram til ársins 1974 en þá tók hann við yfirkennarastöðu við skólann. Hann var yfirkennari þar fram til ársins 1982 en þá varð hann skólastjóri Gagnfræðaskólans sem nú heitir Holtaskóli.

Haustið 1983 varð hann skólastjóri Grunnskóla Njarðvíkur eða Njarðvíkurskóla eins og hann heitir nú. Gylfi hefur verið við skólastjórn hér syðra í 30 ár. Hann átti 40 ára starfsafmæli á síðasta ári.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024