Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mánudagur 11. febrúar 2002 kl. 23:32

Gunnþór GK strandaði við Sandgerði

Netabáturinn Gunnþór GK 24 strandaði í innsiglunni við Sandgerði í kvöld. Báturinn var að koma úr róðri og fór upp í fjöru við hafnarkjaftinn.Menn á báti frá björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði eru komnir að bátnum. Veður er mjög gott og engin slys á mönnunum 10 sem eru um borð. Nú er fjara í Sandgerði, en flóð verður snemma í fyrramálið og má búast við að reynt verði að ná bátnum á flot þá, samkvæmt fréttavef Morgunblaðsins.

Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi á strandstað á tólfta tímanum í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024