Gunni Gunn annar í torfærunni
Afar tvísýn keppni fór fram í þriðju umferð Íslandsmóts Landsambands íslenskra akstursíþróttafélaga í torfæru er keppt var í gær við Stapafell á Reykjanesi. Haraldur Pétursson á Musso sigraði eftir harðan slag við Gísli Gunnar Jónsson á Arctic Truck og Björn Inga Jóhannsson á Kicker. Aðeins 40 stig skildu að Harald og Björn Inga og með sigrinum minnkar Haraldur forskot Gísla sem hefur forystu í stigakeppni Íslandsmótsins, en þar er Haraldar í öðru sæti.
Ragnar Róbertsson sigraði í götubílaflokki en Gunnar Gunnarsson úr Keflavík varð annar.
Ragnar Róbertsson sigraði í götubílaflokki en Gunnar Gunnarsson úr Keflavík varð annar.