Gunnar Sveinsson dró þjóðfánann að húni
Gunnar Sveinsson, fyrrum kaupfélagsstjóri Kaupfélags Suðurnesja, dró þjóðfánann að húni í skrúðgarðinum í Keflavík við upphaf dagskrár 17. júní í Reykjanesbæ. Áður hafði fáninn komið í skrúðgöngu inn í garðinn í fylgd skáta og fjölmargra bæjarbúa. Þegar Gunnar hafði dregið fánann að húni með aðstoð Árna Sigfússonar bæjarstjóra, söng Karlakór Keflavíkur.
Dagskrá þjóðhátíðardagsins lauk síðan síðdegis en engin kvölddagskrá var í Reykjanesbæ að þessu sinni.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi Bárðarson þegar fáninn var dreginn að húni í dag.