Gúmmíbátur með tveimur mönnum á reki við Sandgerði
Gúmmíbjörgunarbátur með tveimur mönnum innanborðs fannst á reki um sex sjómílur norðvestur af Sandgerði laust eftir kl. 1 í dag. Það var flugvél Flugmálastjórnar sem kom auga á bátinn en mennirnir sem í honum voru var bjargað um borð í fiskibátnum Svölu Dís um stundarfjórðungi síðar.
Mennirnir tveir reyndust vera skipverjar á fiskibátnum Lukku-Láka SH sem var í hálfu kafi skammt frá björgunarbátnum. Þetta er þriðja óhappið sem þessi bátur lendir í á árinu.