Gult ljós á hf-væðingu Sparisjóðsins
Samþykkt var á aðalfundi Sparisjóðsins í Keflavík að fela stjórn sjóðsins að undirbúa endurskoðun á félagsformi hans, með það að markmiði að breyta sparisjóðnum í hlutafélag. Undirbúningi og endanlegri tillögugerð skal lokið eigi síðar en 1. okt. nk.Í ályktun kemur fram að stjórnin skuli í þessu skyni vinna að því að öll skilyrði laga um breytingu sparisjóðsins í hlutafélag verði uppfyllt, þ.á.m. að stofna sérstakt hlutafélag og fela óháðum aðila að meta markaðsvirði sparisjóðsins og undirbúa stofnun sjálfseignastofnunar sem við hugsanlega breytingu verði eigandi þess stofnfjár sem ekki gengur til stofnfjáreigenda.
Undirbúningi og endanlegri tillögugerð skal lokið eigi síðar en 1. okt. nk. og skal sparisjóðsstjórn þá boða til aukafundar er taki afstöðu til breytingu sparisjóðsins í hlutafélag.
Nokkur umræða var um hlutafélagsvæðinguna á aðalfundinum. Sérfræðingar úrskýrðu kosti og galla slíkrar breytingar og ræddu hugsanlegt verðmat á stofnuninni. Geirmundur Kristinsson, Sparisjóðsstjóri sagði að fundi loknum að hann væri ánægður með umræður og afgreiðslu fundarins á þessu máli. „Við erum núna á gulu ljósi. Næsta hálfa árið munum við nota til að fara í saumana á þessu máli og kynna það síðan ítarlega í haust“.
Almenn ánægja var með rekstur Sparisjóðsins í Keflavík en hann hagnaðist um 170 milljónir króna eftir skatta á síðasta ári. Á annað hundrað manns mættu á aðalfundinn. Stjórnin var endurkosinn en formaður hennar er Benedikt Sigurðsson, fyrrverandi apótekari í Keflavík.
Undirbúningi og endanlegri tillögugerð skal lokið eigi síðar en 1. okt. nk. og skal sparisjóðsstjórn þá boða til aukafundar er taki afstöðu til breytingu sparisjóðsins í hlutafélag.
Nokkur umræða var um hlutafélagsvæðinguna á aðalfundinum. Sérfræðingar úrskýrðu kosti og galla slíkrar breytingar og ræddu hugsanlegt verðmat á stofnuninni. Geirmundur Kristinsson, Sparisjóðsstjóri sagði að fundi loknum að hann væri ánægður með umræður og afgreiðslu fundarins á þessu máli. „Við erum núna á gulu ljósi. Næsta hálfa árið munum við nota til að fara í saumana á þessu máli og kynna það síðan ítarlega í haust“.
Almenn ánægja var með rekstur Sparisjóðsins í Keflavík en hann hagnaðist um 170 milljónir króna eftir skatta á síðasta ári. Á annað hundrað manns mættu á aðalfundinn. Stjórnin var endurkosinn en formaður hennar er Benedikt Sigurðsson, fyrrverandi apótekari í Keflavík.