Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gullmolinn í Reykjanesbæ: Klasi kemur að málinu sem er á réttri leið
Föstudagur 11. mars 2005 kl. 18:04

Gullmolinn í Reykjanesbæ: Klasi kemur að málinu sem er á réttri leið

Undirbúningsvinna að Gullmolanum, verslunar- og þjónustumiðstöð í hjarta Reykjanesbæjar, er langt komin og eru komnir sterkir fjárfestar að baki hugmynd Steinþórs Jónssonar, athafnamanns og bæjarfulltrúa. Hugmyndin hefur tekið nokkrum stakkaskiptum og er nú m.a. gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði í efri hæðum hússins.

Ragnar Atli Guðmundsson framkvæmdastjóri Fasteignar ehf. tilkynnti á framkvæmdaþingi Reykjanesbæjar í gær að fjárfestingarfélagið Klasi, kæmi að málinu.

Steinþór sagði í samtali við Víkurfréttir að áhugi Klasa væri til vitnis um hve góður kostur væri að byggja upp sterka verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ. „Vinnan við verkefnið hefur aldrei stoppað. Við höfum fundað reglulega með fjárfestum og nú erum við að skoða skipulagsmál í kringum bygginguna hvað varðar bílastæði og annað og munum einnig funda með húseigum í nágrenninu.“

Rými á fyrstu hæð hússins, þar sem verslanirnar verða að mestum hluta er um 5000 m2 þannig að ljóst er að um mikla byltingu verður að ræða í verslunarmálum bæjarins.

„Þetta er eiginlega punkturinn yfir I-ið í þessum framkvæmdum við Hafnargötuna og það er skemmtilegt fyrir alla að þetta skuli vera að gerast.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024