Gullgerðarmaður í skotfærageymslu
Í fyrrverandi skotfærageymslu uppi á Ásbrú, þar sem úti geisar norðangarri og vindur, vinnur breskur jurtalæknir að framleiðslu á húðverndunarvörum og te á meðan börn og unglingar dansa ballett, jazzballet og aðra skemmtilega dansa hinum megin í húsinu.
Dan Coaten lærði phytotherapy, eða jurtalækningar, í heimalandi sínu. Í jurtalækninganáminu var lítið jurtaapótek hluti af skólanum og þar lærðu nemarnir um ýmis krem og aðrar vörur. Eftir að námi lauk fékk Dan meiri og meiri áhuga á því að framleiða ýmsar vörur, auk þess sem hann fór í nám í notkun ilmkjarnaolía. Í dag hefur Dan haldið fjölda fyrirlestra og vinnustofa um jurtalækningar og ilmkjarnaolíur, auk þess að hafa gefið út bókina “Make Your Own Essential Oils and Skin-Care Products”.
Dan Coaten er í viðtali í Víkurfréttum sem koma út á morgun.