Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Guli kafbáturinn sjósettur í Grindavík
Fimmtudagur 23. júní 2011 kl. 11:16

Guli kafbáturinn sjósettur í Grindavík

Vísindamenn frá rannsóknarstofnunni PLOCAN á Spáni sjósettu kafbát sem kallast Webb Glider frá Grindavík nú í morgun. Ætlunin er að kafbáturinn sem smíðaður er í Bandaríkjunum sigli frá Grindavík til Kanaríeyja og er talið að ferðin taki 4-5 mánuði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason sigldi með kafbátinn, sem er í smærri kantinum rúmar 10 sjómílur út fyrir Grindavík þar sem hann var settur í sjó.

Kafbátnum er ætlað að kanna hina ýmsu eiginleika hafsins en hann getur náð allt að 1000 metra dýpi. Fylgst verður með ferðum hans gegnum gervitungl en ekki er þörf á að báturinn komi á yfirborðið þar sem hann er útbúinn rafhlöðu sem hleður sig sjálf á meðan á förinni stendur.

Chris DeCollibus annar af vísindamönnunum sem eru boði Teledyne Gavia í Kópavogi sagði að kafbáturinn væri forritaður og ekki væri hægt að ná sambandi við hann eftir að hann væri kominn neðansjávar. „Hann fer ekki hratt yfir þar sem hann er ekki knúinn af skrúfu en hann kemst þetta á seiglunni.“

VF-Mynd/Eyþór Sæmundsson: Chris DeCollibus frá Teledyne Webb til vinstri ásamt fulltrúa frá Plocan á Spáni.