Guðrún Hjörleifsdóttir og Þórhallur miðill með einkafundi í ágúst
Guðrún Hjörleifsdóttir og Þórhallur Guðmundsson miðill munu vera með einkafundi hjá Sálarrannsóknarfélagi Suðurnesja í ágúst. Mun Guðrún verða með einkafundi 13. og 14. ágúst og Þórhallur verður svo með sína einkafundi 19. og 20. ágúst. Tímapantanir eru hafnar og eru þær í síma 866-0621 fram að 15. ágúst en eftir það verða þær í síma félagsins, 421-3348.