Guðrún Gíslasdóttir KE 15 komin til Keflavíkur - Glæsilegasta skip Suðurnesjaflotans
Guðrún Gísladóttir KE 15, glæsilegasta skip sem komið hefur til Keflavíkur lagðist að bryggju í Keflavíkurhöfn á ellefta tíman um í gærkvöld. Guðrún er 2.626 brúttótonna fjölveiðiskip og er smíðað í Kína. Skipið kom eftir tíuþúsund sjómílna og fimm vikna siglingu frá Guangzhou-skipasmíðastöðinni í Kína þar sem það var smíðað.
Stutt viðkoma var í Noregi á leiðinni hingað til að taka veiðarfæri um borð en aðrir viðkomustaðir á þessari löngu leið voru Singaore og Hong Kong.
Örn Erlingsson, aðaleigandi Festi hf. útgerðaraðila Guðrúnar Gísladóttur segir
skipið smíðað til veiða-og vinnslu á uppsjávarfisk og frystingar um borð. Í skipinu er 7200 hestafla aðalvél og var meðalganghraði á leiðinni heim tæpar 17 mílur á klukkustund. Það fer á morgun til Akraness þar sem lokið verður við uppsetningu vinnslubúnaðar auk annarrar minni háttar vinnu áður en það fer á síldveiðar. Örn segir að fyrsti túrinn verði vonandi eftir hálfan mánuð.
Guðrún Gísladóttir KE 15 er rétt rúmlega 70 metra langt skip og 14 metra breitt. Fjórar nýjar Baader vélar eru á millidekki og geta afkastað á annað hundrað sildarflökum á klukkustund. Þá er búnaður til að slógdraga og hausa, sannkallaðar fjölnota vélar eins og margt annað í skipinu. Einnig eru tveir sjálfvirkir frystar sem geta fryst allt að 180 tonnum á sólarhring. Frystilestar eru 1300 rúmmetrar og fjórir RSW kælitankar samtals 800 rúmmetrar að ógleymdri ísvél sem getur útbúið 30 tonn á sólarhring.
Örn Erlingsson segir að forsendur fyrir útgerð vinnsluskipa hafi breyst mikið að undanförnu. Frá því við fórum að hugsa um þetta skip þar til nú hafa aðstæður fyrir svona útgerð batnað 200%. Það er ekki slæmt“, sagði Örn og undir það tók Ásbjörn Helgi Árnason, framkvæmdastjóri útgerðarinnar. Þriðji eigandinn í nýju sameinuðu útgerðarfélagi, Fylki, er Grindvíkingurinn Sigmar Björnsson og er hann annar stærsti eigandinn í félaginu sem rekur auk Guðrúnar KE nótaskipin Örn KE 13, Þórshamar GK 75 og dótturfélagið Gautavík á Djúpavogi sem rekur fiskimjölsverksmiðju þar.
Skipstjóri á leiðinni frá Kína var Jón Þór Karlsson. Siglingin heim gekk mjög vel enda veðrið mjög gott og því reyndi ekki mikið á skipið. Örn sagði að menn væri ekki í vafa um að Guðrún myndi reynast vel við erfiðar aðstæður.
Stutt viðkoma var í Noregi á leiðinni hingað til að taka veiðarfæri um borð en aðrir viðkomustaðir á þessari löngu leið voru Singaore og Hong Kong.
Örn Erlingsson, aðaleigandi Festi hf. útgerðaraðila Guðrúnar Gísladóttur segir
skipið smíðað til veiða-og vinnslu á uppsjávarfisk og frystingar um borð. Í skipinu er 7200 hestafla aðalvél og var meðalganghraði á leiðinni heim tæpar 17 mílur á klukkustund. Það fer á morgun til Akraness þar sem lokið verður við uppsetningu vinnslubúnaðar auk annarrar minni háttar vinnu áður en það fer á síldveiðar. Örn segir að fyrsti túrinn verði vonandi eftir hálfan mánuð.
Guðrún Gísladóttir KE 15 er rétt rúmlega 70 metra langt skip og 14 metra breitt. Fjórar nýjar Baader vélar eru á millidekki og geta afkastað á annað hundrað sildarflökum á klukkustund. Þá er búnaður til að slógdraga og hausa, sannkallaðar fjölnota vélar eins og margt annað í skipinu. Einnig eru tveir sjálfvirkir frystar sem geta fryst allt að 180 tonnum á sólarhring. Frystilestar eru 1300 rúmmetrar og fjórir RSW kælitankar samtals 800 rúmmetrar að ógleymdri ísvél sem getur útbúið 30 tonn á sólarhring.
Örn Erlingsson segir að forsendur fyrir útgerð vinnsluskipa hafi breyst mikið að undanförnu. Frá því við fórum að hugsa um þetta skip þar til nú hafa aðstæður fyrir svona útgerð batnað 200%. Það er ekki slæmt“, sagði Örn og undir það tók Ásbjörn Helgi Árnason, framkvæmdastjóri útgerðarinnar. Þriðji eigandinn í nýju sameinuðu útgerðarfélagi, Fylki, er Grindvíkingurinn Sigmar Björnsson og er hann annar stærsti eigandinn í félaginu sem rekur auk Guðrúnar KE nótaskipin Örn KE 13, Þórshamar GK 75 og dótturfélagið Gautavík á Djúpavogi sem rekur fiskimjölsverksmiðju þar.
Skipstjóri á leiðinni frá Kína var Jón Þór Karlsson. Siglingin heim gekk mjög vel enda veðrið mjög gott og því reyndi ekki mikið á skipið. Örn sagði að menn væri ekki í vafa um að Guðrún myndi reynast vel við erfiðar aðstæður.