Guðrún Gísladóttir KE: Norsk stjórnvöld þreytt á aðgerðarleysi
Fresturinn sem norsk stjórnvöld gáfu til að lyfta fjölveiðiskipinu Guðrúnu Gísladóttur af hafsbotni rann út í gær. Haukur Guðmundsson, eigandi skipsins, segir í samtali við Ríkisútvarpið að fundur verði með norsku mengunarvarnarstofnuninni eftir helgi og hann telur fullvíst að fresturinn til að lyfta skipinu verði framlengdur.Norsk yfirvöld féllust á það á sínum tíma að veita frest til fyrsta maí en treglega hefur gengið að lyfta skipinu hafsbotni sem liggur á 40 metra dýpi með 870 tonn af frystri síld innanborðs. Veður hefur sett strik í reikninginn og svo hefur líka komið í ljós að sú aðferð sem átti að nota dugar ekki. Haukur segir að nú hafi verið gerð ný verkáætlun. Norskir fjölmiðla sögðu í fyrradag að stjórnvöld þar væri orðin þreytt á aðgerðarleysi eiganda skipsins.
Haukur segir að unnið sé af fullum krafti að undirbúning sjálfra björgunaraðgerðanna og að þær geti hafist í næstu viku.
Haukur segir að unnið sé af fullum krafti að undirbúning sjálfra björgunaraðgerðanna og að þær geti hafist í næstu viku.