Guðrún Gísladóttir KE með 250 milljón króna aflaverðmæti á innan við þremur mánuðum
Útgerð Guðrúnar Gísladóttur KE hefur gengið mjög vel þá tæpu þrjá mánuði sem liðnir eru frá því að skipið fór í sína fyrstu veiðiferð. Skipið er að síldveiðum og hefur allur aflinn verið flakaður og frystur um borð. Aflaverðmætið er komið í um 250 milljónir króna.Ásbjörn H. Árnason, framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Festi, segir í samtali við InterSeafood.com að skipið hafi farið í fyrstu veiðiferðina, eftir að það kom nýtt til landsins frá Kína, þann 18. nóvember sl. Þrátt fyrir rysjótt tíðarfar í vetur hefur útgerð skipsins gengið vel og áætlar Ásbjörn að aflaverðmætið sé orðið a.m.k. 250 milljónir króna (FOB).
-- Veðráttan var mjög erfið í janúarmánuði en það kom gott skot í veiðina nú í byrjun febrúar. Við höfum leyfi til að veiða síld í flottroll fram til 15. febrúar nk. en ég er að vonast til að það fáist framlengt. Það eru mikil verðmæti í húfi. Mikið er eftir af síldarkvótanum og með því að flaka og frysta síldina úti á sjó er hægt að margfalda verðmæti aflans, segir Ásbjörn.
Ekki er í ráði að senda skipið á loðnuveiðar ef leyfi fæst til þess að stunda síldveiðar í flottroll fram á vor. Í maí nk. verður svo haldið til síldveiða úr norsk-íslenska síldarstofninum.
Sjá nánar á InterSeafood.com.
-- Veðráttan var mjög erfið í janúarmánuði en það kom gott skot í veiðina nú í byrjun febrúar. Við höfum leyfi til að veiða síld í flottroll fram til 15. febrúar nk. en ég er að vonast til að það fáist framlengt. Það eru mikil verðmæti í húfi. Mikið er eftir af síldarkvótanum og með því að flaka og frysta síldina úti á sjó er hægt að margfalda verðmæti aflans, segir Ásbjörn.
Ekki er í ráði að senda skipið á loðnuveiðar ef leyfi fæst til þess að stunda síldveiðar í flottroll fram á vor. Í maí nk. verður svo haldið til síldveiða úr norsk-íslenska síldarstofninum.
Sjá nánar á InterSeafood.com.