Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Guðrún Gísladóttir KE: Fresturinn er úti!
Þriðjudagur 14. janúar 2003 kl. 12:04

Guðrún Gísladóttir KE: Fresturinn er úti!

Fresturinn sem norsk stjórnvöld gáfu Íshúsi Njarðvíkur til að hefja að nýju aðgerðir til að hífa nótaskipið Guðrúnu Gísladóttur upp af hafsbotni úti fyrir Lofoten í Noregi er liðinn. Nú rétt áðan höfðu norsku Mengunarvarnirnar ekki enn heyrt frá forsvarsmönnum íslenska björgunarfyrirtækisins um hvort tekist hefði að tryggja fé til verkefnisins. Norsk stjórnvöld eiga tilbúinn samning við björgunarfyrirtækið Riise Underwater Engineering, sem aðeins er eftir að undirrita. Íshús Njarðvíkur var með samning við sama fyrirtæki en varð að hætta við hann vegna fjárskorts. Fulltrúar Riise eru á staðnum þar sem Guðrún Gísladóttir sökk og ljóst að þeir eiga eftir að sjá um björgunina, en sennilega fyrir norsk stjórnvöld.

Stein Inge Riise, fulltrúi norska fyrirtækisins, lítur svo á að Íslendingarnir hafi hvorki leyst úr fjárhagslegum né tæknilegum atriðum á fullnægjandi hátt þannig að þótt trygging fyrir fjármagni komi fram á síðustu stundu þá sé ekki víst að það dugi til að fyrirtæki hans semji að nýju við Íshús Njarðvíkur. Ríkisútvarpið greindi frá í morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024