Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 5. október 2001 kl. 11:09

Guðrún Bjarnadóttir ein af 15 fegurstu konum heims

Guðrún Bjarnadóttir úr Njarðvík, sem sigraði í fegurðarsamkeppninni Miss International árið 1963 og varð þá fyrst Íslendinga til að sigra í alþjóðlegri fegurðarsamkeppni, var í gær valin ein af 15 fegurstu sigurvegurum keppninnar frá upphafi. Keppnin um Miss International fór fram í Tokyo í Japan í gær og var ein íslensk stúlka meðal þátttakenda. Hún komst ekki í úrslit.
Í kvöld keppir Svanhildur Björk Hermannsdóttir um titilinn ungfrú Norðurlönd í Finnlandi. Tíu stúlkur taka þátt í keppninni; 2 frá hverju landi.

Þetta kom fram á vef Textavarps.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024