Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Guðni Kjartansson fékk riddarakrossinn
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 1. janúar 2020 kl. 19:02

Guðni Kjartansson fékk riddarakrossinn

Keflvíkingurinn Guðni Kjartansson fyrrverandi íþróttakennari og þjálfari fékk riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf á vettvangi íþrótta og skóla. Það er Forseti Íslands sem veitir orðuna á Nýársdag. Guðni Kjartansson var á yngri árum fyrirliði gullaldarliðs Keflavíkur í knattspyrnu og landsliðsins. Guðni kenndi lengi íþróttir í skólum í Reykjanesbæ en þá þjálfaði hann einnig lið Keflavíkur og fleiri á ferlinum.

Víkurfréttir hittu Guðna fyrir þremur árum síðan og í veglegri umfjöllun má sjá það spjall í máli, myndum og videoi hér á vf.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér má sjá viðtalið við Guðna í Víkurfréttum.

Guðni Kjartansson var kjörinn ÍÞróttamaður ársins árið 1973 en þá var gullaldarlið Keflavíkur í knattspyrnu ósigrandi og tapaði ekki leik í Íslandsmótinu.