Guðni á Garðsstöðum heiðraður
Föstudaginn 11. maí síðastliðinn var Guðni Ingimundarson heiðraður fyrir framlag sitt til bæjarfélagsins í Garði. Sigurður Ingvarsson, oddviti Gerðahrepps veitti Guðna viðurkenninguna í Byggðasafninu í Garði og flutti ávarp af því tilefni.
Guðni Ingimundarson, eða Guðni á Garðstöðum eins og hann hefur verið kallaður af íbúum í Garði, hefur gert mikið bæði fyrir bæjarfélagið og byggðarsafnið. Þegar vatns- og skólplagnir voru lagðar í Garðinum átti Guðni stærstan þátt í þeim framkvæmdum. Guðni lagði einnig mikið verk í að gera upp vélarnar sem geymdar eru á byggðasafninu í Görðum. Sigurður minntist þess að ekkert hefði verið svo mikið verk að Guðni á Garðstöðum gæti ekki leyst málið. „Hér lítur hver skrúfa og hver smáhlutur út sem nýr og allar þessar vélar eru gangfærar. Hér sjá allir hversu mikill snillingur er hér á ferð. Einstakur maður með einstaka hæfileika. Hvers manns hugljúfi“, sagði Sigurður oddviti í ávarpi sínu og þakkaði Guðna fyrir vel unnin störf.
Guðni Ingimundarson, eða Guðni á Garðstöðum eins og hann hefur verið kallaður af íbúum í Garði, hefur gert mikið bæði fyrir bæjarfélagið og byggðarsafnið. Þegar vatns- og skólplagnir voru lagðar í Garðinum átti Guðni stærstan þátt í þeim framkvæmdum. Guðni lagði einnig mikið verk í að gera upp vélarnar sem geymdar eru á byggðasafninu í Görðum. Sigurður minntist þess að ekkert hefði verið svo mikið verk að Guðni á Garðstöðum gæti ekki leyst málið. „Hér lítur hver skrúfa og hver smáhlutur út sem nýr og allar þessar vélar eru gangfærar. Hér sjá allir hversu mikill snillingur er hér á ferð. Einstakur maður með einstaka hæfileika. Hvers manns hugljúfi“, sagði Sigurður oddviti í ávarpi sínu og þakkaði Guðna fyrir vel unnin störf.