Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Guðmundur tekur þátt í Loga vonarinnar LETR
Mánudagur 20. júlí 2015 kl. 07:00

Guðmundur tekur þátt í Loga vonarinnar LETR

-lögreglumenn styðja íþróttamenn með þroskahömlun

Guðmundur Sigurðsson rannsóknarlögreglumaður  tekur um þessar mundir þátt í kyndilhlaupi lögreglumanna til að styðja við íþróttamenn með þroskahömlum á vegum Law Enforcement Torch Run for Special Olympics (LETR) vegna alþjóðaleika Special Olympics sem settir verða í Los Angeles 25 júlí.

Alþjóðaleikarnir eru einn stærsti íþróttaviðburður heims og sá stærsti einstaki íþróttaviðburðurinn í Los Angeles frá því að Ólympíuleikarnir voru haldnir þar árið 1984 og eru keppendur 7000 talsins frá 177 þjóðum. Þess má geta að 10 keppendur frá NES taka þátt í ár ásamt 31 öðrum keppendum frá Íslandi. Opnunarhátíðin fer fram að viðstöddum 80.000 þúsund mans og verður Barak Obama Bandaríkjaforseti heiðursgestur.

Lögreglumenn frá 25 löndum taka þátt og bera Ólympíulogann um Kaliforníu að setningu leikanna en markmiðið er að auka vitund almennings á leikunum og afla styrkja til stuðnings þeirra. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að sögn Guðmunds hefur hlaupið gengið vel en alls hlaupa 115 lögreglumenn og 10 þátttakendur Special Omympics með Ólympíulogann frá Sacramento til Los Angeles.

„Þann 25. júlí berum við logann inn á opnunarhátíð leikanna sem er risavaxin og verður sjónvarpað beint á SEPN stöðinni.  Við höfum hlaupið með logann yfir Golden Gate Bridge og í gærkveldi tókum við þátt í skemmtun í Disneylandi en við hlaupum með logann á 5-6 viðburði daglega á þessu tímabili."

Fyrir áhugasama þá heldur LETR úti vefsíðu um kyndilhlaupið sem verður uppfærð daglega og er slóðin www.letr-finalleg.org. Þá skrifar Guðmundur reglulega pistla á Facebook síðu LETR á Íslandi.

Guðmundur heldur úti bloggi um hlaupið og hér má sjá síðustu færslu hans:


Dagur 5 föstudagur
Við vorum tríduð vel í dag í höfuðstöðvum lögreglunnar í San Luis. Goður morgunmatur kom okkur af stað og Titanic pósa í lögreglubátnum. Hlupum þar með logann og frábær söngkona sem ég veit ekkert hvað heitir söng frábærlega fyrir okkur. Hlupum svo á Pismo Beach og þar var frábært að vera. Þar mætti keppendur með medaliur, djasshljómsveit og margmenni. Svo var haldið til Santa Maria í miklum hita og þar dönsuðu hæfileikaríkar stelpur fyrir okkur flamingodansa, sú yngsta var sennilega um 5 ára mjög gaman allt. Fórum síðan á herflugvöll Vanderberg AFB og mikil öryggisgæsla. Enduðum í Santa Barbara sem ber ríkidæmið utan á sér. Mjög flott athöfn þar og aftur var dansað fyrir okkur. Lögregluembættið í San Luis hefur mikla reynslu af letr og tekur virkan þátt í Special Olympics á hverju ári og til að mynda gaf lógregluembættið og sá um morgunmatinn og gistinguna sl nott sem er ekkert smáræði. En glöddum mörg hjörtu í dag og höldum því áfram.
Gummi út