Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miðvikudagur 24. nóvember 1999 kl. 21:17

GUÐMUNDUR SIGHVATSSON RÁÐINN FORSTÖÐUMAÐUR REYKJANESHALLARINNAR

Guðmundur Sighvatsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Reykjaneshallarinnar og íþróttahúsa Heiðar- og Myllubakkaskóla. Staðan var auglýst fyrir nokkru síðan og fjölmargar umsóknir bárust. Fimm menn voru boðaðir í viðtal, Einar Haraldsson, Guðbrandur Jóhann Stefánsson, Jóhann K. Torfason, Jón Kristinn Magnússon og Tryggvi Þór Bragason, en sá síðast nefndi dró síðan umsókn sína til baka. Jónína Sanders (D), formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, sagði að viðtalið hafi aðeins verið einn liður af mörgum til að velja í stöðuna. Hún sagði að Guðmundur hafi verið einn af mörgum mjög hæfum umsækjendum og að ráðningin hafi verið unnin á faglegum grunni og af heilindum. „Reynsla af stjórnunarstörfum og á öðrum vettvangi, hæfileikar í mannlegum samskiptum og umsagnir aðila sem leitað var til, skiptu mestu máli við ráðninguna. Við teljum að mjög hæfur einstaklingur hafi verið ráðinn“, sagði Jónína Sanders.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024