Guðmundur Jens Knútsson maður ársins 2002 á Suðurnesjum
Guðmundur Jens Knútsson, rafvirkjameistari úr Garðinum, er maður ársins 2002 á Suðurnesjum. Skjót viðbrögð hans á vettvangi umferðarslyss við Hólmsá skiptu sköpum í björgun mannslífa. Víkurfréttir hafa á annan áratug staðið fyrir vali á manni ársins á Suðurnesjum. Að valinu hefur verið staðið með ýmsum hætti. Sérstök dómnefnd hefur verið kölluð til fundar í ársbyrjun sem borið hefur saman bækur sínar. Að þessu sinni var viðhöfð kosning á Netinu, þ.e. lesendur Víkurfrétta á Netinu áttu þess kost að velja mann ársins á Suðurnesjum 2002. Fjölmargar tilnefningar bárust, ótrúlegasta fólk var tilnefnt og dæmi um að heilu fótboltaklúbbarnir hafi verið tilnefndir sem menn ársins. Pólitíkusar í bæjar- og landsmálum fengu fjölmargar tilnefningar.Bíll á hvolfi í ánni
Guðmundur Jens var á leiðinni austur fyrir fjall í lok nóvember á síðasta ári með fjölskyldu sinni, eiginkonunni Önnu Marý Pétursdóttur og börnunum Sveinlaugu Ósk, Hafdísi Ástu og syninum Knúti þegar þau óku fram á umferðarslys á Suðurlandsvegi. Bifreið hafði farið útaf brúnni á Hólmsá rétt ofan Reykjavíkur. Bifreiðin hafnaði á hvolfi í ánni en inni í bílnum voru kona með þrjú börn.
„Þegar ég kom að slysstaðnum voru komnir þar tveir aðrir. Þeir voru hlaupandi á brúnni og það var ljóst að eitthvað hafði gerst. Bifreiðin sást hins vegar ekki þar sem hún lá svo nálægt brúnni. Annar þeirra var að hringja á Neyðarlínuna þegar ég kom á staðinn. Við óðum allir strax niður að bílnum“.
Heyrðum börnin gráta inni í bílnum í ánni
Guðmundur Jens segir tilfinninguna sem fór um sig á leiðinni að bílnum hafa verið ægilega. Á leiðinni að bílnum heyrðu þeir börnin gráta inni í bílnum.
„Við óðum út að bílnum og ég opnaði hann. Tvö börn höfðu losað sig úr beltum, en stúlka á þriðja ári var föst í barnabílstól. Bróðir hennar hafði reynt að halda höfðinu uppúr vatninu. Móðir barnsins var einnig í mikilli hættu á þessari stundu en hún var einnig föst inni í bílnum“.
Guðmundur lýsir því þannig að þegar hann leit inn í bílinn var yngsta barnið fast í bílstólnum. Vegfarandi kom til Guðmundar og rétti honum hníf sem hann notaði til að skera á bílbeltin til að losa barnið. Þegar barnið var laust tók hann það þegar og óð í land til að hefja endurlífgun.
„Barnið var alveg lífvana og orðið blátt í framan þegar við náðum því út úr bílnum. Það var því ekki um neitt annað að ræða en að hefja lífgunartilraunir á bakkanum. Ég byrjaði á að nota blástursaðferðina á barnið en fljótlega koma að vegfarandi sem hafði reynslu af björgunarstörfum frá norsku slökkviliði. Hann hóf hjartahnoð“.
Guðmundur er rafvirkjameistari og segist hafa fengið sína skyndihjálparkunnáttu í Iðnskólanum. Hann segir að ekki hafi mátt tæpara standa.
Fékk mynd af börnunum um jólin
Oft er það tilfinning fólks sem kemur að alvarlegum slysum að lögregla og björgunarlið sé lengi á leiðinni. Guðmundi þótti björgunarliðið koma fljótt. Hann hafði einnig í nógu að snúast allan tímann en var feginn þegar fyrstu sjúkrabílarnir komu á slysstað.
Börnin þrjú sem lentu í slysinu hafa öll náð sér að fullu í dag og móðir þeirra mun ekki bíða varanlegan skaða en hún er í dag í endurhæfingu til að ná fullum mætti. Guðmundur hefur fengið fréttir af fólkinu eftir slysið. Þannig komu amma og afi barnanna í heimsókn til Guðmundar fljótlega eftir slysið til að færa honum þakklæti fjölskyldunnar og um jólin fékk fjölskylda Guðmundar mynd af börnunum sem lentu í slysinu.
Guðmundur sagði að á vettvangi slyssins hafi það eitt komist að hjá honum og öðrum að bjarga fólkinu úr bílnum. Dagana eftir slysið hafi hins vegar komið sjokk þegar hann fór að hugsa atburðarásina.
Rafverktaki í 15 ár
Guðmundur Jens hefur rekið fyrirtækið Raftýruna sf. í félagið við Friðrik Þór Friðriksson í 15 ár í maí næstkomandi. Hjá þeim starfa að auki þrír starfsmenn. Margir muna eftir Guðmundi af knattspyrnuvellinum í Garði en hann á að baki tæplega 300 meistaraflokksleiki með Víði í Garði og í þeim skoraði hann á milli 180-190 mörk. Í dag hafa takkaskórnir verið á hillunni vel á annan áratug en áhugamál hans í dag er söngur með söngsveitinni Víkingunum. Sveitin kemur saman einu sinni í viku til æfinga en næsta stórverkefni hennar eru vortónleikar. Þá eru Víkingarnir einnig að koma fram við hin ýmsu tækifæri.
Guðmundur Jens var á leiðinni austur fyrir fjall í lok nóvember á síðasta ári með fjölskyldu sinni, eiginkonunni Önnu Marý Pétursdóttur og börnunum Sveinlaugu Ósk, Hafdísi Ástu og syninum Knúti þegar þau óku fram á umferðarslys á Suðurlandsvegi. Bifreið hafði farið útaf brúnni á Hólmsá rétt ofan Reykjavíkur. Bifreiðin hafnaði á hvolfi í ánni en inni í bílnum voru kona með þrjú börn.
„Þegar ég kom að slysstaðnum voru komnir þar tveir aðrir. Þeir voru hlaupandi á brúnni og það var ljóst að eitthvað hafði gerst. Bifreiðin sást hins vegar ekki þar sem hún lá svo nálægt brúnni. Annar þeirra var að hringja á Neyðarlínuna þegar ég kom á staðinn. Við óðum allir strax niður að bílnum“.
Heyrðum börnin gráta inni í bílnum í ánni
Guðmundur Jens segir tilfinninguna sem fór um sig á leiðinni að bílnum hafa verið ægilega. Á leiðinni að bílnum heyrðu þeir börnin gráta inni í bílnum.
„Við óðum út að bílnum og ég opnaði hann. Tvö börn höfðu losað sig úr beltum, en stúlka á þriðja ári var föst í barnabílstól. Bróðir hennar hafði reynt að halda höfðinu uppúr vatninu. Móðir barnsins var einnig í mikilli hættu á þessari stundu en hún var einnig föst inni í bílnum“.
Guðmundur lýsir því þannig að þegar hann leit inn í bílinn var yngsta barnið fast í bílstólnum. Vegfarandi kom til Guðmundar og rétti honum hníf sem hann notaði til að skera á bílbeltin til að losa barnið. Þegar barnið var laust tók hann það þegar og óð í land til að hefja endurlífgun.
„Barnið var alveg lífvana og orðið blátt í framan þegar við náðum því út úr bílnum. Það var því ekki um neitt annað að ræða en að hefja lífgunartilraunir á bakkanum. Ég byrjaði á að nota blástursaðferðina á barnið en fljótlega koma að vegfarandi sem hafði reynslu af björgunarstörfum frá norsku slökkviliði. Hann hóf hjartahnoð“.
Guðmundur er rafvirkjameistari og segist hafa fengið sína skyndihjálparkunnáttu í Iðnskólanum. Hann segir að ekki hafi mátt tæpara standa.
Fékk mynd af börnunum um jólin
Oft er það tilfinning fólks sem kemur að alvarlegum slysum að lögregla og björgunarlið sé lengi á leiðinni. Guðmundi þótti björgunarliðið koma fljótt. Hann hafði einnig í nógu að snúast allan tímann en var feginn þegar fyrstu sjúkrabílarnir komu á slysstað.
Börnin þrjú sem lentu í slysinu hafa öll náð sér að fullu í dag og móðir þeirra mun ekki bíða varanlegan skaða en hún er í dag í endurhæfingu til að ná fullum mætti. Guðmundur hefur fengið fréttir af fólkinu eftir slysið. Þannig komu amma og afi barnanna í heimsókn til Guðmundar fljótlega eftir slysið til að færa honum þakklæti fjölskyldunnar og um jólin fékk fjölskylda Guðmundar mynd af börnunum sem lentu í slysinu.
Guðmundur sagði að á vettvangi slyssins hafi það eitt komist að hjá honum og öðrum að bjarga fólkinu úr bílnum. Dagana eftir slysið hafi hins vegar komið sjokk þegar hann fór að hugsa atburðarásina.
Rafverktaki í 15 ár
Guðmundur Jens hefur rekið fyrirtækið Raftýruna sf. í félagið við Friðrik Þór Friðriksson í 15 ár í maí næstkomandi. Hjá þeim starfa að auki þrír starfsmenn. Margir muna eftir Guðmundi af knattspyrnuvellinum í Garði en hann á að baki tæplega 300 meistaraflokksleiki með Víði í Garði og í þeim skoraði hann á milli 180-190 mörk. Í dag hafa takkaskórnir verið á hillunni vel á annan áratug en áhugamál hans í dag er söngur með söngsveitinni Víkingunum. Sveitin kemur saman einu sinni í viku til æfinga en næsta stórverkefni hennar eru vortónleikar. Þá eru Víkingarnir einnig að koma fram við hin ýmsu tækifæri.