Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Guðmunda ráðin skólastjóri Njarðvíkurskóla
Fimmtudagur 10. júní 2004 kl. 16:04

Guðmunda ráðin skólastjóri Njarðvíkurskóla

Guðmunda Lára Guðmundsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Njarðvíkurskóla.

Tillaga þess efnis sem var borin upp af Böðvari Jónssyni, formanni bæjarráðs Reykjanesbæjar, var samþykkt 5-0.

Guðmunda hefur gegnt stöðu aðstoðarskólastjóra Njarðvíkurskóla síðustu átta ár.

Í samtali við Víkurfréttir fyrir stundu sagðist Guðmunda vera spennt fyrir þessu nýja verkefni. „Ég er bara mjög ánægð með að hafa fengið stöðuna og er til í slaginn.“

Þess má einnig geta að Guðmunda er um þesssar mundir að klára diplomanám í stjórnun við Kennaraháskóla Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024