Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Guðlaugur Þór fylgjandi hugmyndum Alfreðs
Þriðjudagur 21. mars 2006 kl. 16:11

Guðlaugur Þór fylgjandi hugmyndum Alfreðs

Þær hugmyndir sem fram hafa komið þess efnis að Orkuveita Reykjavíkur hafi forgöngu um frekari orkusölu til álvers í Helguvík, hafa fallið í grýttan jarðveg hjá Vinstri grænum, sem telja fráleitt að stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, Alfreð Þorsteinsson, geti gefið út slíka viljayfirlýsingu án samráðs við stjórn Orkuveitunnar og borgarstjórn. Þetta kemur fram í frétt á visir.is í dag.

Haft var eftir Alfreð Þorsteinssyni í fréttum NFS í gær að til greina kæmi að Orkuveitan kæmi að slíkri orkuöflun. Vinstri grænir minna á að stjórn Orkuveitunnar hafi fyrir fáeinum mánuðum ákveðið að taka ekki þátt í orkuöflun fyrir Helguvík og sú ákvörðun standi enn óhögguð.

Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi D-lista, sagðist fylgjandi þeim hugmyndum að OR hæfi orkusölu til álvers í Helguvík í samstarfi við Hitaveitu Suðurnesja, þegar VF innti hann eftir afstöðu hans í þessu máli, en Guðlaugur á einnig sæti í stjórn Orkuveitunnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024