Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Guðbrandur segir af sér vegna ágreinings við VR
Miðvikudagur 20. mars 2019 kl. 10:22

Guðbrandur segir af sér vegna ágreinings við VR

Guðbrandur Einarsson hefur sagt af sér sem formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna. Fyrirhuguð er sameining Verslunarmannafélags Suðurnesja við VR um næstu mánaðamót, þar hefur Guðbrandur verið formaður í 21 ár. Við sameiningu VS og VR færist samningsumboð til VR en Guðbrandur segir að „verulegur meiningarmunur er á milli mín og forsvarsmanna VR með hvaða hætti skuli nálgast kjarasamningsgerð,“ segir hann í yfirlýsingu.
 
Yfirlýsingin í heild:
 
Ég undirritaður Guðbrandur Einarsson, formaður LÍV, segi hér með af mér sem formaður sambandsins. Þeirri stöðu hef ég gengt í hartnær 6 ár af auðmýkt og þakklæti fyrir að hafa verið trúað fyrir þessu mikilvæga verkefni. Þessi staða hefur gefið mér margt og veitt mér tækifæri til að takast á við ný verkefni s.s. að eiga mikil og náin samskipti við systursamtök á Norðurlöndum og kynnast fólki sem þar er í forsvari. Sú reynsla hefur kennt mér margt sem ég mun búa að.
 
Þær breytingar hafa hins vegar orðið að það stéttarfélag sem ég hef verið í forsvari fyrir undanfarin 21 ár, sameinast VR þann 1. apríl og við það færist samningsumboð þess félags yfir til VR í kjölfarið. Þá er sú staða uppi að LÍV og VR hafa ekki átt samleið við gerð kjarasamnings, þrátt fyrir að hafa lagt fram sameiginlega kröfugerð. Verulegur meiningarmunur er á milli mín og forsvarsmanna VR með hvaða hætti skuli nálgast kjarasamningsgerð og þar sem ég hef ákveðið að þyggja ekki starf hjá VR, þrátt fyrir boð þar um, tel ég eðlilegt að ég stigi úr stóli formanns Landssambands íslenskra verslunarmanna á þessum tímapunkti.
 
Ég er fullur þakklætis fyrir þann tíma sem ég hef setið í stjórn LÍV sem nú telur tvo áratugi og kveð þennan vettvang fullur auðmýktar. Ég vil óska stjórn LÍV velfarnaðar í störfum sínum fyrir íslenskt launafólk og þakka þeim einstaklingum sem ég hef fengið að vinna með á þessum vettvangi fyrir einstök og góð kynni.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024