Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Guðbrandur sæmdur heiðursmerki LÍV
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, nældi gullmerkinu í barm Guðbrandar.
Föstudagur 27. október 2023 kl. 06:44

Guðbrandur sæmdur heiðursmerki LÍV

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi, var sæmdur gullmerki Landssambands íslenskra verslunarmanna á þingi sambandsins sem haldið var á Selfossi 19.-20. október sl. fyrir störf sín fyrir verslunar- og skrifstofufólk og launþegahreyfinguna á Íslandi.

Á þinginu kom m.a. fram að Guðbrandur hafi setið sem formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja í 21 ár, setið í stjórn landssambandsins í 20 ár, þar af sem formaður í 6 ár og í miðstjórn Alþýðusambands Íslands í 14 ár. Þá starfaði Guðbrandur í fjölda nefnda og ráða innan ASÍ, s.s. kjara- og skattanefnd, efnahags- og skattanefnd, laganefnd, launanefnd, starfs og fjárhagsnefnd og fl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá sat Guðbrandur í stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs, varamaður í Vinnumarkaðsráði Suðurnesja og í stjórn Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum, varamaður í stjórn Keilis og fl. Einnig sat Guðbrandur sem fulltrúi ASÍ í stýrihópi um sveitarstjórnar- og byggðamála vegna umsóknar Íslands að ESB.

Guðbrandur var kjörinn á þing fyrir Viðreisn í alþingiskosningunum árið 2021.