Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Guðbrandur Einarsson endurkjörinn formaður LÍV
Kristín Gyða, Antony John, Guðbrandur, Bryndís, Salbjörg og Sigríður Birna.
Mánudagur 23. október 2017 kl. 14:35

Guðbrandur Einarsson endurkjörinn formaður LÍV

Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, var endurkjörinn formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna á 60 ára afmælisþingi sambandsins sem haldið var á Akureyri 13. og 14. október sl. með 72,3% atkvæða. Helga Ingólfsdóttir, varaformaður VR, sem einnig bauð sig fram til formanns, hlaut 27,7% atkvæða.

Guðbrandur var fyrst kjörinn formaður LÍV árið 2013, en hann hefur setið í stjórn LÍV frá árinu 1999.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjallað var um efnahags- og kjaramál á þinginu ásamt stöðunni í húsnæðismarkaði. Fulltrúar VS á þinginu ásamt Guðbrandi voru Bryndís Kjartansdóttir, Sigríður Birna Björnsdóttir, Kristín Gyða Njálsdóttir, Salbjörg Björnsdóttir og Antony John Stissy.