Guðbjörg sækist eftir varaformennsku í SGS
Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis hefur ákveðið að gefa kost á sér sem varaformaður Starfsgreinasambandsins, SGS.
„Þar vil ég leggja mitt á vogaskálarnar í starfi hreyfingarinnar og mína krafta í að gera hreyfinguna öfluga og kraftmikla til að berjast fyrir réttindum verkafólks.
Ég hef átt gott samstarf við alla formenn SGS og á auðvelt með að vinna með fólki og tel því ég eiga fullt erindi í þetta hlutverk.
Mér finnst mikilvægt að rödd og áherslur míns félags og félagsmanna og okkar Suðurnesjamanna heyrist innan verkalýðshreyfingunnar í komandi kjaraviðræðum og vil leggja mitt af mörkum til þess,“ segir Guðbjörg í tilkynningu sem hún birtir á Facebook.