Guðbergur skipaður formaður fagráðs um umferðarmál
Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, hefur skipað Guðberg Reynisson formann Fagráðs um umferðarmál. Í ráðinu sitja 27 fulltrúar frá hinum ýmsum hagsmunaaðilum. Hlutverk fagráðsins er að vera vettvangur samráðs og upplýsingaskipta. Jafnframt skal það beita sér fyrir auknu umferðaröryggi og bættum umferðarháttum.
Guðbergur er einn stofnenda hópsins Stopp hingað og ekki lengra! sem barist hefur fyrir úrbótum í samgöngumálum á Suðurnesjum. Hann greindi frá skipuninni á Facebook-síðu hópsins. „Þessi tilnefning er fyrir okkur öll sem komum að umferðarmálum og þátttaka ykkar er gífurlega mikilvæg, því óska ég eftir því að þið sendið mér, eins og enginn sé morgundagurinn, allar ábendingar um hvar má betur gera í umferðarmálum og/eða hvort aukinnar fræðslu er þörf, já eða hvað sem er sem kemur umferð við,“ skrifaði Guðbergur.
Eftirtalin samtök og stofnanir eiga fulltrúa í ráðinu
Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra
Bifhjólasamtök lýðveldisins Sniglarnir
Bílgreinasambandið
Brautin – Bindindisfélag ökumanna
Félag íslenskra bifreiðaeiganda
Heimili og skóli - landssamtök foreldra
Íþróttasamband Íslands
Landssamband íslenskra akstursíþrótta
Landsamband vörubifreiðastjóra
Landssamtök hjólreiðamanna
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Ríkislögreglustjóri
Samband íslenskra sveitarfélaga
Samtök ferðaþjónustunnar
Samtök fjármálafyrirtækja
Samtök verslunar og þjónustu
Samtök um bíllausan lífsstíl
Slysavarnafélagið Landsbjörg
Umferðarstofa
Vegagerðin
Velferðarráðuneytið
Ökukennarafélag Íslands
Öryrkjabandalag Íslands
Fulltrúi frá rannsóknarnefnd samgönguslysa.
Fulltrúi innanríkisráðuneytisins