Grunur um ölvun í bílveltu
Ökumaður bifreiðar sem valt út af Reykjanesbraut kl. 5.15 í morgun er grunaður um ölvun við akstur. Þrír voru í bílnum og voru tveir fluttir á Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi til skoðunar.
Rétt eftir níu í morgun var svo annar tekinn við akstur á Hringbraut í Reykjanesbæ. Hann er grunaður um að hafa ekið bæði undir áhrifum eiturlyfja og áfengis.
Mynd úr safni VF