Grunur um ölvun í bílveltu
Í gærmorgun var tilkynnt um bílveltu við Garðveg skammt frá Leiru. Ökumaður slapp ómeiddur en hann er grunaður um ölvun við akstur. Bifreiðin var mikið skemmd. Ökumaður var handtekinn og vistaður í fangahúsi þar til áfengisvíman rann af honum. Við svo búið var hann yfirheyrður.
Annars var lítið um að vera hjá lögreglu síðasta sólarhringinn og tíðindalaust í nótt.