Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 19. nóvember 2002 kl. 08:37

Grunur um misferli með eignir varnarliðsins

Alfreð Þorsteinsson, forstjóri Umsýslustofnunar varnarmála (áður Sölunefndar varnarliðseigna), hefur óskað eftir því við sýslumanninn á Keflavíkurflugvelli að fram fari lögreglurannsókn vegna gruns um misferli með verðmæti úr eigu varnarliðsins. "Við fengum ákveðnar vísbendingar og gerðum innanhússathugun í okkar bókhaldi. Hún leiddi í ljós grunsemdir um misferli, sem við höfum beðið sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli að gera rannsókn á," segir Alfreð í samtali við Morgunblaðið.Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, staðfestir að lögreglurannsókn sé hafin. Hann segir að hún sé á frumstigi og umfang málsins sé ekki ljóst.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins liggja bæði starfsmenn Umsýslustofnunar og varnarliðsins sjálfs undir grun í málinu. Skrifstofu Umsýslustofnunar á Keflavíkurflugvelli hefur verið lokað vegna rannsóknarinnar.

Sneitt hjá opinbera sölukerfinu
Þegar einstakar deildir varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hafa ekki lengur not fyrir tiltekinn búnað eða vörur, er slíkt boðið öðrum deildum bandaríska hersins án endurgjalds. Gangi varnarliðseignirnar ekki út með þeim hætti, eru þær boðnar til kaups varnarliðsmönnum og fjölskyldum þeirra. Sá varningur, sem ekki selst á vellinum, þar með taldar bifreiðar, fer til sölumeðferðar hjá Umsýslustofnun varnarmála. Samkvæmt heimildum blaðsins beinist rannsóknin m.a. að því hvort tiltekinn varningur, sem átti að fara til stofnunarinnar, hafi aldrei farið rétta leið, heldur verið seldur framhjá hinu opinbera sölukerfi, segir á vef mbl.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024