Grunsemdir um rjúpnaveiði á Suðurnesjum
Grunsemdir eru uppi um rjúpnaveiðar í umdæminu lögreglunnar í Keflavík og ýmsar ábendingar hafa borist lögreglu þar að lútandi undanfarna daga. Lögreglan hefur þó ekki haft afskipti af neinum vegna ólöglegrar rjúpnaveiði, a.m.k. ekki enn sem komið er. Það er hins vegar rétt að vekja athygli á því að lögreglan mun gefa þessu auknar gætur á næstu vikum og fylgjast grannt með veiðisvæðum í umdæminu.