Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

  • Grunsamlegur haugur í Kúagerði mögulega lögreglumál
  • Grunsamlegur haugur í Kúagerði mögulega lögreglumál
Föstudagur 27. febrúar 2015 kl. 19:55

Grunsamlegur haugur í Kúagerði mögulega lögreglumál

„Fann þessa hrúgu um daginn í Kúagerðinni. Það kostar ekkert að fara með þetta í endurvinnslu en samt leggur fólk sig svo lágt að fara útí náttúruna og losa sig við svona úrgang,“ segir umhverfisverndarsinninn Tómas J. Knútsson í færslu á Facebook. Hann birti meðfylgjandi mynd með. 

Færsla Tómasar fær heilmikil viðbrögð og nefnir fólk m.a. að hrúgan minni á hluti sem notaðir séu við kannabisræktun. Einungis vanti kannbisplönturnar á kubbana á myndinni. Ástæðan fyrir því að þetta hafi ekki farið í endurvinnsluna gæti verið viðkvæmni fyrir því að þurfa að útskýra kannabisræktun. Tómas svarar því til að hann hafi komið að pokum í svipuðum haug á leiðinni upp að [fjallinu] Keili í fyrra sem hann hreinsaði einnig í burtu. Hann ætti einnig myndir af þeim. 

Public deli
Public deli

Mögulega gæti verið um lögreglumál að ræða, en það er auðvitað lögreglunnar að meta það og rannsaka.