Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grunsamlegar símhringingar og torkennileg bréf
Undirskrift á einu svikabréfi sem barst aðila í Reykjanesbæ. Undirskriftin er rammfölsk eins og bréfið allt. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 23. nóvember 2012 kl. 14:32

Grunsamlegar símhringingar og torkennileg bréf

Tilkynningar um grunsamlegar símhringingar hafa borist til lögreglunnar á Suðurnesjum á tveimur undanförnum dögum. Þeir, sem hringt hefur verið í, lýsa því með sama hætti. Útlendingur hefur hringt og tjáð viðkomandi að heimilistölva hans eða hennar sé biluð, sem enginn fótur hefur reynst fyrir. Boðin er upp á tölvuþjónustu og í einu tilvika var reynt að veiða persónuupplýsingar upp úr þeim sem hringt var í.  Hins vegar vildi hringjandi ekki gefa upp hver hann væri.

Lögreglan telur rétt að vara fólk eindregið við símhringingum af þessu tagi, enda leikur grunur á að eitthvað annað og verra búi þar að baki.

Þá hafa einstaklingum og fyrirtækjum í Reykjanesbæ borist bréf erlendis frá þar sem liðka þarf fyrir peningaflutningum og boðnar milljónir dollara fyrir það að færa fé á milli landa. Að sjálfsögðu eru þessi bréf svik og prettir og fólk hvatt til að taka þau ekki trúanleg.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024