Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Grunsamlega taskan sprengd
Mánudagur 9. september 2002 kl. 16:29

Grunsamlega taskan sprengd

Grunsamleg taska sem fannst í rútuskýli á Keflavíkurflugvelli eftir hádegið í dag hefur verið sprengd í loft upp af sérfræðingum Landhelgisgæslunnar. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir út um tvöleytið í dag vegna grunsamlegs bakpoka sem skilinn hafði verið eftir í strætisvagnaskýli á varnarsvæðinu í Keflavík.Þrír sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar fóru á staðinn en herlögreglan sá um að loka svæðinu. Bakpokinn var skotinn í sundur af vélmenni í eigu Landhelgisgæslunnar og kom þá í ljós að engin sprengja var í honum. Svæðið hefur verið opnað á ný.

Myndin: Frá vettvangi atburðanna á Keflavíkurflugvelli í dag. VF-mynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024